Manchester United hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo fékk að líta í grannaslag Manchester United og Manchester City á laugardaginn. Ronaldo fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Andy Cole um miðjan síðari hálfleikinn og vill félagið meina að brottvísunin hafi verið óréttmæt.
Fréttir bárust einnig af því að Alex Ferguson og Wayne Rooney hafi veitt sér að dómaranum Steve Bennett í hálfleik og ausið yfir hann skömmum, þar sem eitt vitni sagði Ferguson hafa sagt dómaranum að hann mundi þurfa á lögreglufylgd að halda þegar hann færi af leiknum. Talsmenn félagsins hafa þó alfarið neitað þessu.