Hinn tvítugi LeBron James skoraði 46 stig fyrir Cleveland Caveliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þrátt fyrir það tapaði Cleveland fyrir Phoenix, 115-106. Þá skoraði Kobe Bryant 38 stig fyrir Los Angeles Lakers sem unnu Golden State Warriors 110-104.
Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington Wizards sem unnu Atlanta 114-106 í framlengdum leik en þetta var sjöundi sigur Wizards í röð á Atlanta. Úrslit næturinnar urðu sem hér segir:
Washington 114, Atlanta 106
Detroit 114, Charlotte 91
Indiana 91, Chicago 89
Denver 100, Milwaukee 93
San Antonio 80, Memphis 79
New Orleans 86, Houston 80
Dallas 110, New Jersey 77
Miami 100, Utah 94
Phoenix 115, Cleveland 106
L.A. Clippers 98, Seattle 72
L.A. Lakers 110, Golden State 104