Sport

Detroit vann auðveldan sigur á meisturunum

Það fer ekki á milli mála að Detroit liðið er sterkasta liðið í NBA í dag
Það fer ekki á milli mála að Detroit liðið er sterkasta liðið í NBA í dag NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu annan sannfærandi sigurinn í röð á meisturum San Antonio, nú á útivelli 83-68. Detroit hefur því unnið báða leiki liðanna í vetur og hélt San Antonio í lægsta stigaskori sínu til þessa á leiktíðinni.

Rasheed Wallace fór á kostum í liði Detroit, sem var með þægilega forystu allan leikinn og skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Tim Duncan skoraði 17 stig fyrir San Antonio og hirti 13 fráköst, en hitti illa í leiknum, séstaklega á vítalínunni.

LA Lakers vann nauman sigur á Cleveland á heimavelli sínum 99-98. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig fyrir Cleveland, en Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers og var drjúgur á lokakaflanum.

Loks vann Phoenix öruggan sigur á Golden State 112-99. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst, Steve Nash skoraði 20 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst og Kurt Thomas skoraði 15 stig og hirti 16 fráköst fyrir Phoenix, sem hitti úr 52% þriggja stiga skota sinna í leiknum. Baron Davis skoraði 22 stig fyrir Golden State.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×