Al Harrington, leikmaður Atlanta Hawks og fyrrum leikmaður Indiana Pacers, sagði í samtali við Indanapolis Star að hann hefði heimildir fyrir því að Indiana og Los Angeles Clippers væru að komast að samkomulagi um að skipta á Artest og Corey Maggette á allra næstu dögum.
"Lið sem hefur á að skipa "ó-geðveikum" Ron Artest er að fara beina leið í úrslitakeppnina, mér er alveg sama hvaða lið það er," sagði Harrington. "Því held ég að það væri frábært fyrir Clippers að fá Ron til liðs við sig."
Forráðamenn Indiana hafa lítið viljað gefa út á þessar fréttir, en ljóst er að hver fer að verða síðastur að losa sig leikmanninn sem var settur út úr liðinu fyrir um mánuði síðan eftir að hann fór fram á að verða skipt frá Indiana af því hann teldi liðið betur statt án sín.