Harry Redknapp, þjálfari Portsmouth hefur tekið upp veskið og fjárfest í þremur leikmönnum Tottenham. Þetta eru þeir Pedro Mendes, Sean Davis og Noe Pamarot. Munu allir þrír líklega spila gegn Everton um næstu helgi. Kaupverðið á þeim til samans er talið vera um 7 milljónir punda. Ljóst er að þessar fjárfestingar hefðu ekki átt sér stað nema fyrir yfirtöku rússneska auðjöfursins Alexandre Gaydamak sem kemur með töluverða fjármuni inn í félagið. Mendes, Davis og Pamarot hafa allir verið fyrir utan lið Tottanham á þessu tímabili. Með þessum sölum þykir líklegt að Martin Jol, stjóri Tottenham reyni að kaupa framherjann Vincenzo Iaquinta frá Udinese.
