Nú hefur Arsenal bæst í hóp þeirra úrvalsdeildarliða sem áhuga hafa á að fá serbneska framherjann Nikola Zigic hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad, en áður höfðu Liverpool og West Ham sýnt hinum hávaxna framherja áhuga. West Ham er sagt hafa boðið 7 milljónir punda í leikmanninn, en tilboðinu var neitað og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar segja að hann sé ekki til sölu fyrr en í fyrsta lagi í sumar.
Arsenal hefur áhuga á Zigic

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn