Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu 9. janúar 2006 19:45 Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira