Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu 9. janúar 2006 19:45 Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira