Úthlutað úr sjóði Karls 29. desember 2006 16:00 Karl Sighvatsson Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira