Andstaða við stéttarfélög Ögmundur Jónasson skrifar 29. desember 2006 06:00 Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrirtæ kið Matís ohf. Það er stofnað upp úr Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar. Hlutabréf er eitt eins og fyrri daginn enda hlutaféð allt í eigu ríkisins og starfsmenn því strangt til tekið eftir sem áður í þjónustu ríkisins. Það eina sem kemur til með að breytast eru réttindi starfsmanna þegar til lengri tíma er litið. Við sambærilegar aðstæður hafa stéttarfélögin reynt að lágmarka skaðann og iðulega hefur tekist að ná rammasamkomulagi um ýmsa grunnþætti. Í því sambandi má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í burðarliðnum er samkomulag SFR við hlutafélagavætt RARIK. Eitt hefur reyndar alltaf staðið út af en það eru lífeyrismál starfsmanna því fram til þessa hafa hlutafélagavæddar stofnanir neitað nýráðnum starfsmönnum um aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins enda þótt félagsmönnum í BSRB, BHM og KÍ sé heimill aðgangur að deildinni lögum og reglum samkvæmt. Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum. Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrirtæ kið Matís ohf. Það er stofnað upp úr Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar. Hlutabréf er eitt eins og fyrri daginn enda hlutaféð allt í eigu ríkisins og starfsmenn því strangt til tekið eftir sem áður í þjónustu ríkisins. Það eina sem kemur til með að breytast eru réttindi starfsmanna þegar til lengri tíma er litið. Við sambærilegar aðstæður hafa stéttarfélögin reynt að lágmarka skaðann og iðulega hefur tekist að ná rammasamkomulagi um ýmsa grunnþætti. Í því sambandi má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í burðarliðnum er samkomulag SFR við hlutafélagavætt RARIK. Eitt hefur reyndar alltaf staðið út af en það eru lífeyrismál starfsmanna því fram til þessa hafa hlutafélagavæddar stofnanir neitað nýráðnum starfsmönnum um aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins enda þótt félagsmönnum í BSRB, BHM og KÍ sé heimill aðgangur að deildinni lögum og reglum samkvæmt. Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum. Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli?
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun