Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum 28. desember 2006 06:15 Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að tími sé til kominn að ræða á málefnalegan hátt mögulega aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira