Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum 28. desember 2006 06:15 Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að tími sé til kominn að ræða á málefnalegan hátt mögulega aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira