Lausnarorðið er frelsi 17. desember 2006 05:00 Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar