Óvæntasti glaðningur ársins 17. desember 2006 14:00 Skemmtilega persónuleg plata og alúðin drýpur af henni. Frumlegar útsetningar og fjörug textasmíð gera hana að einni markverðustu plötu ársins. Stjörnur: 3 Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira