Skemmtilegur jólapakki 16. desember 2006 16:15 Skemmtilegur fimm diska jólapakki frá hinum afkastamikla Sufjan Stevens. Þeir sem dýrka Illinois og Avalanche ættu að tryggja sér eintak! Stjörnur: 4 Eitt af því sem Sufjan Stevens er þekktur fyrir eru gríðarleg afköst. Hann virðist geta mokað út snilldarverkunum svo fyrirhafnarlítið að maður er næstum því farinn að trúa því að hann geti staðið við yfirlýsingar sínar um að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna fljótlega. Þessi nýja útgáfa hans með jólatónlist hefur að geyma 42 lög á fimm diskum. Það er vinsælt á meðal tónlistarmanna að taka upp jólalag og senda vinum og vandamönnum um hver jól. Sufjan byrjaði á þessu árið 2001, en málið er bara að hann tekur ekki upp eitt lag í hvert skipti, hann gerir heila plötu. Songs for Christmas hefur að geyma þær fimm jólaplötur sem hann gerði á árunum 2001–2006. Ein plata á ári öll árin nema 2004. Þá var hann of upptekinn af Illinois-plötunni til að gera nokkuð. Jólaplötur Sufjans eru þannig uppbyggðar að meirihlutinn af lögunum eru sígild jólalög, bæði heimsþekkt eins og Silent Night, The Little Drummer Boy og Jingle Bells og minna þekkt þjóðlög. Inn á milli eru svo ný lög eftir Sufjan. Af þessum 42 lögum eru 17 frumsamin. Það er gaman að hlusta á þessar fimm plötur til að sjá þróunina hjá Sufjan í gegn um árin. Fyrsta platan er frekar einföld, en á þeim tveimur nýjustu eru útsetningarnar orðnar flóknari og hljómurinn fágaðri í stíl við Illinois og Avalanche. Þetta er mjög skemmtilegur jólapakki. Frumsömdu lögin flest frábær þó að þau séu mis jólaleg, en gömlu jólalögin sem Sufjan útsetur mjög smekklega tryggja jólastemninguna. Hönnun umbúða og frágangur eru sérlega flott. Auk diskanna fimm fylgja með í pakkanum teiknimyndasaga, veggspjald og bók með öllum textunum og hljómunum við frumsömdu lögin, auk hugleiðinga frá Santa Sufjan og fleirum. Trausti Júlíusson . Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Eitt af því sem Sufjan Stevens er þekktur fyrir eru gríðarleg afköst. Hann virðist geta mokað út snilldarverkunum svo fyrirhafnarlítið að maður er næstum því farinn að trúa því að hann geti staðið við yfirlýsingar sínar um að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna fljótlega. Þessi nýja útgáfa hans með jólatónlist hefur að geyma 42 lög á fimm diskum. Það er vinsælt á meðal tónlistarmanna að taka upp jólalag og senda vinum og vandamönnum um hver jól. Sufjan byrjaði á þessu árið 2001, en málið er bara að hann tekur ekki upp eitt lag í hvert skipti, hann gerir heila plötu. Songs for Christmas hefur að geyma þær fimm jólaplötur sem hann gerði á árunum 2001–2006. Ein plata á ári öll árin nema 2004. Þá var hann of upptekinn af Illinois-plötunni til að gera nokkuð. Jólaplötur Sufjans eru þannig uppbyggðar að meirihlutinn af lögunum eru sígild jólalög, bæði heimsþekkt eins og Silent Night, The Little Drummer Boy og Jingle Bells og minna þekkt þjóðlög. Inn á milli eru svo ný lög eftir Sufjan. Af þessum 42 lögum eru 17 frumsamin. Það er gaman að hlusta á þessar fimm plötur til að sjá þróunina hjá Sufjan í gegn um árin. Fyrsta platan er frekar einföld, en á þeim tveimur nýjustu eru útsetningarnar orðnar flóknari og hljómurinn fágaðri í stíl við Illinois og Avalanche. Þetta er mjög skemmtilegur jólapakki. Frumsömdu lögin flest frábær þó að þau séu mis jólaleg, en gömlu jólalögin sem Sufjan útsetur mjög smekklega tryggja jólastemninguna. Hönnun umbúða og frágangur eru sérlega flott. Auk diskanna fimm fylgja með í pakkanum teiknimyndasaga, veggspjald og bók með öllum textunum og hljómunum við frumsömdu lögin, auk hugleiðinga frá Santa Sufjan og fleirum. Trausti Júlíusson .
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira