Framsókn í 90 ár Jón Sigurðsson skrifar 16. desember 2006 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. .
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun