Útsölunni lokið 15. desember 2006 16:30 Tónlist Buttercup er rokkaðri en á síðustu plötum og það fer þeim ágætlega. Spilagleði þeirra skín í gegn í bestu lögum plötunnar. Stjörnur: 3 Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira