Babel fékk flestar tilnefningar 15. desember 2006 09:30 Í myndinni fléttast saman þrjár aðskildar sögur frá þremur heimshornum. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. . Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. .
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira