Fjalakötturinn endurreistur 14. desember 2006 10:45 Hrönn Marínósdóttir. Gert er ráð fyrir að haldnar verði mánudagssýningar eins og í gamla Fjalakettinum á árum áður. MYND/E.ól Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) og fagfélög kvikmyndagerðarmanna vinna saman að því að endurreisa Fjalaköttinn en fyrrnefndu samtökin hafa framkvæmdina á sinni könnu. Kvikmyndaklúbburinn var mörgum harmdauði þegar hann var settur af á 9. áratugnum og þykir mörgum löngu tímabært að blása í hann lífi á ný. „Þetta er allt á byrjunarstigi, en ef allt gengur að óskum hefur klúbburinn göngu sína fljótlega eftir áramót,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. „Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri á réttinn á nafni Fjalakattarins og hefur gefið okkur leyfi til að nota það. Við erum sem stendur að velja í verkefnisstjórn klúbbsins og búa til dagskrá. Meiningin er að hafa mánudagssýningar eins og í gamla daga þar sem boðið verður upp á áhugaverðar myndir í anda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.“ Hrönn segir að myndir að þótt myndir af því tagi eigi því miður ekki upp á pallborðið hjá stærri bíóhúsum landsins, sýni aðsóknin á kvikmyndahátíðir undanfarin ár að eftirspurnin fyrir hendi. „Við teljum að við séum að koma til móts við þarfir og áhuga fólks á óháðum kvikmyndum, sem er svo sannarlega til staðar.“ Hinn nýi Fjalaköttur verður til húsa í Tjarnarbíói enda sérstakt andrúmsloft þar að mati Hrannar, auk þess sem nýbúið er að festa kaup á nýrri og fullkominni sýningarvél þar. Rétt eins og með Alþjóðlega kvikmyndhátíð hafa stjórnendur öll spjót úti til að finna sem gæðamyndir hvaðanæva úr heiminum, auk þess sem kvikmyndagerðarmenn um víða veröld senda inn myndir að eigin frumkvæði og því ætti ekki að vera neinn hörgull í úrvali. Áhugasömum stendur til boða að gerast félagar í Fjalakettinum og fá þá sendar upplýsingar um alla viðburði og sýningar á vegum klúbbsins. Hægt er að skrá sig meðþ því að senda tölvupóst á netfangið info@filmfestival.is. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) og fagfélög kvikmyndagerðarmanna vinna saman að því að endurreisa Fjalaköttinn en fyrrnefndu samtökin hafa framkvæmdina á sinni könnu. Kvikmyndaklúbburinn var mörgum harmdauði þegar hann var settur af á 9. áratugnum og þykir mörgum löngu tímabært að blása í hann lífi á ný. „Þetta er allt á byrjunarstigi, en ef allt gengur að óskum hefur klúbburinn göngu sína fljótlega eftir áramót,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. „Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri á réttinn á nafni Fjalakattarins og hefur gefið okkur leyfi til að nota það. Við erum sem stendur að velja í verkefnisstjórn klúbbsins og búa til dagskrá. Meiningin er að hafa mánudagssýningar eins og í gamla daga þar sem boðið verður upp á áhugaverðar myndir í anda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.“ Hrönn segir að myndir að þótt myndir af því tagi eigi því miður ekki upp á pallborðið hjá stærri bíóhúsum landsins, sýni aðsóknin á kvikmyndahátíðir undanfarin ár að eftirspurnin fyrir hendi. „Við teljum að við séum að koma til móts við þarfir og áhuga fólks á óháðum kvikmyndum, sem er svo sannarlega til staðar.“ Hinn nýi Fjalaköttur verður til húsa í Tjarnarbíói enda sérstakt andrúmsloft þar að mati Hrannar, auk þess sem nýbúið er að festa kaup á nýrri og fullkominni sýningarvél þar. Rétt eins og með Alþjóðlega kvikmyndhátíð hafa stjórnendur öll spjót úti til að finna sem gæðamyndir hvaðanæva úr heiminum, auk þess sem kvikmyndagerðarmenn um víða veröld senda inn myndir að eigin frumkvæði og því ætti ekki að vera neinn hörgull í úrvali. Áhugasömum stendur til boða að gerast félagar í Fjalakettinum og fá þá sendar upplýsingar um alla viðburði og sýningar á vegum klúbbsins. Hægt er að skrá sig meðþ því að senda tölvupóst á netfangið info@filmfestival.is.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira