Forsendur Hydro 13. desember 2006 05:00 Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar