Forsendur Hydro 13. desember 2006 05:00 Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar