Rokkplata ársins? 13. desember 2006 16:00 Views of Distant Towns er ekki lengri en tæpur hálftími, en þvílíkur hálftími! Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Stjörnur: 4 Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira