Eru Íslendingar pakk? 12. desember 2006 05:00 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun