Skynsamleg niðurstaða 12. desember 2006 05:00 Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar