Kung Fu-hetjan Bruce Lee verður í aðalhlutverki í nýrri mynd um ævi sína sem er í undirbúningi. Nefnist hún Rage and Fury. Mun það ekki koma að sök þótt Lee hafi verið látinn í 33 ár.
Leikstjóri myndarinnar verður Rob Cohen, sem einnig gerði Dragon: The Bruce Lee Story, árið 1993. Mun hann endurskapa Lee með því að notast við stafrænar brellur.
„Rage and Fury sýnir mjög raunverulegan Bruce Lee með nýrri háþróaðri stafrænni tækni,“ sagði Cohen, sem er mjög spenntur fyrir verkefninu.