Jesúbarnið og jólastríð 30. nóvember 2006 12:15 María og Jósef leggja í langt og strangt ferðalag til Betlehem og mæta miklu andstreymi en komast þó á leiðarenda þar sem María fæðir barn sem breytti sögunni. Jólamyndirnar eru byrjaðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önnur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggir hún á frásögn Lúkasarguðspjallsins um meyfæðinguna. Í Betlehem er barn oss fætt...The Nativity Story fylgir þeim Maríu og Jósef á leið þeirra frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn kom í heiminn eins og er fyrir löngu frægt orðið. Myndin hefst þó nokkru fyrr, á taugaveiklun sem greip Heródes konung vegna spádóms Gamla testamentisins um Messías en spádómurinn varð til þess að hann fyrirskipaði útrýmingu allra sveinbarna í ríkinu sem voru undir tveggja ára aldri. Sögunni víkur síðan að Maríu en hennar bíður það hlutskipti að fæða son Guðs í þennan heim. Það þarf vart að rekja söguþráðinn frekar enda þekkir nánast hvert mannsbarn í hinum vestræna heimi framhaldið. ... blikar jólastjarnaThe Nativity Story var heimsfrumsýnd á sunnudaginn á sérstakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Fréttir herma að myndin hafi fallið áhorfendum vel í geð og það má segja að hún njóti geistlegrar blessunar en þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd hlotnast sá heiður að vera frumsýnd í Páfagarði. Hin sextán ára gamla Keisha Castle-Hughes leikur guðsmóðurina í The Nativity Story en hún vakti mikla athygli árið 2002 fyrir frábæran leik í nýsjálensku myndinni Whale Rider en hún hlaut fyrir vikið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hinn nánast óþekkti Oscar Isaac leikur Jósef en breski eðalleikarinn Ciarán Hinds (Munich, Miami Vice) leikur Heródes en hann er síður en svo ókunnur sögutímanum þar sem hann lék Júlíus Seasar með miklum tilþrifum í sjónvarpsþáttunum Rome. Jóla hvað?Kærleiksboðskapur Krists svífur ekki yfir vötnum í gamanmyndinni Deck the Halls þar sem leikararnir Matthew Broderick og Danny DeVito leiða saman hesta sína í mögnuðum nágrannaerjum sem stofna jólagleði fjölskyldna þeirra í stórhættu. Jólin eru eftirlætisárstími Steve Finch sem Broderick leikur og hann er bókstaflega friðlaus á aðventunni þegar öll tilvera hans hverfist um jólaundirbúning og alls konar hefðir og uppákomum honum tengdum. Þetta gerir eiginkonu hans og börnum hins vegar lífið frekar leitt þar sem hann dregur þau áfram í ofstækinu. JólahjólavitleysaÁstandið versnar svo til muna þegar nýi nágranninn, bílasalinn Buddy Hall (DeVito), gerir tilkall til krúnunnar sem aðal jólakallinn í hverfinu. Hann byrjar á því að setja upp svo magnaða jólaljósaseríu á húsið sitt að hún sést utan úr geimnum og þar með er stríðshanskanum kastað. Athyglin sem Buddy fær út á jólaljósin verður til þess að hann fyllist ofurkappi og gerir ýmsar glannalegar tilraunir til þess að toppa sjálfan sig í jólaskreytingum á meðan Steve fellur algerlega í skuggann með sitt hefðbundna jólaflipp. Hann snýr því vörn í sókn og nágrannaerjurnar stigmagnast.Fjölskyldur klikkhausanna sameinast þó gegn þeim enda stefnir allt í það að illindin muni eyðileggja jólin fyrir öllum en stóra spurningin er hvort mögulegt sé að fá kappana til þess að grafa stríðsöxina áður en það er um seinan. Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jólamyndirnar eru byrjaðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önnur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggir hún á frásögn Lúkasarguðspjallsins um meyfæðinguna. Í Betlehem er barn oss fætt...The Nativity Story fylgir þeim Maríu og Jósef á leið þeirra frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn kom í heiminn eins og er fyrir löngu frægt orðið. Myndin hefst þó nokkru fyrr, á taugaveiklun sem greip Heródes konung vegna spádóms Gamla testamentisins um Messías en spádómurinn varð til þess að hann fyrirskipaði útrýmingu allra sveinbarna í ríkinu sem voru undir tveggja ára aldri. Sögunni víkur síðan að Maríu en hennar bíður það hlutskipti að fæða son Guðs í þennan heim. Það þarf vart að rekja söguþráðinn frekar enda þekkir nánast hvert mannsbarn í hinum vestræna heimi framhaldið. ... blikar jólastjarnaThe Nativity Story var heimsfrumsýnd á sunnudaginn á sérstakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Fréttir herma að myndin hafi fallið áhorfendum vel í geð og það má segja að hún njóti geistlegrar blessunar en þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd hlotnast sá heiður að vera frumsýnd í Páfagarði. Hin sextán ára gamla Keisha Castle-Hughes leikur guðsmóðurina í The Nativity Story en hún vakti mikla athygli árið 2002 fyrir frábæran leik í nýsjálensku myndinni Whale Rider en hún hlaut fyrir vikið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hinn nánast óþekkti Oscar Isaac leikur Jósef en breski eðalleikarinn Ciarán Hinds (Munich, Miami Vice) leikur Heródes en hann er síður en svo ókunnur sögutímanum þar sem hann lék Júlíus Seasar með miklum tilþrifum í sjónvarpsþáttunum Rome. Jóla hvað?Kærleiksboðskapur Krists svífur ekki yfir vötnum í gamanmyndinni Deck the Halls þar sem leikararnir Matthew Broderick og Danny DeVito leiða saman hesta sína í mögnuðum nágrannaerjum sem stofna jólagleði fjölskyldna þeirra í stórhættu. Jólin eru eftirlætisárstími Steve Finch sem Broderick leikur og hann er bókstaflega friðlaus á aðventunni þegar öll tilvera hans hverfist um jólaundirbúning og alls konar hefðir og uppákomum honum tengdum. Þetta gerir eiginkonu hans og börnum hins vegar lífið frekar leitt þar sem hann dregur þau áfram í ofstækinu. JólahjólavitleysaÁstandið versnar svo til muna þegar nýi nágranninn, bílasalinn Buddy Hall (DeVito), gerir tilkall til krúnunnar sem aðal jólakallinn í hverfinu. Hann byrjar á því að setja upp svo magnaða jólaljósaseríu á húsið sitt að hún sést utan úr geimnum og þar með er stríðshanskanum kastað. Athyglin sem Buddy fær út á jólaljósin verður til þess að hann fyllist ofurkappi og gerir ýmsar glannalegar tilraunir til þess að toppa sjálfan sig í jólaskreytingum á meðan Steve fellur algerlega í skuggann með sitt hefðbundna jólaflipp. Hann snýr því vörn í sókn og nágrannaerjurnar stigmagnast.Fjölskyldur klikkhausanna sameinast þó gegn þeim enda stefnir allt í það að illindin muni eyðileggja jólin fyrir öllum en stóra spurningin er hvort mögulegt sé að fá kappana til þess að grafa stríðsöxina áður en það er um seinan.
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira