Botninum náð á fasteignamarkaði 29. nóvember 2006 08:15 Síðustu vikur hefur velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu verið að aukast eftir að mjög hægði á í byrjun hausts. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu. Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.
Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira