Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2006 00:01 Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni. Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni.
Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira