Þetta verður kvöldið hans Péturs 19. nóvember 2006 14:00 Raghildur Steinunn fær nettan sting í magann þegar hún lítur yfir glæstan hóp forvera sinna í kynnastarfi. "Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. Í kvöld verða Edduverðlaunin afhent í 8. skipti með pompi og prakt. Galadress og kjólföt. Sem aðalkynnar feta þau Ragnhildur Steinunn og Pétur í fótspor helstu og glæsilegustu sjónvarpsstjarna, leikara og skemmtikrafta landsins. Aðalkynnar hafa verið frá upphafi þessir: Aðalkynnar: Þorfinnur Ómarsson, Steinunn Ólína og Jón Ársæll, svo Valgeir Guðjónsson og Edda Heiðrún Bachmann, þá Logi Bergmann og Valgerður Matthíasdóttir, Kristján Kristjánsson og Helga Braga, Eva María og Sveppi og nú allra síðast var Þorsteinn Guðmundsson. Sé litið á þennan fína hóp má sjá skýrar línur. Glæsileikinn í fyrirrúmi og kryddað með fíflalátum. Reyndar var Pétur Jóhann ekkert búinn að leggja neinar línur þegar Fréttablaðið náði af honum tali. "Við flippum eitthvað." Hann er reyndar í sérkennilegri stöðu því Pétur Jóhann er tilnefndur í tveimur flokkum sjálfur. Í "Leikið sjónvarpsefni" fyrir Stelpurnar og í "Skemmtiþætti ársins" fyrir Strákana. Hann segist þó ætla að gæta þess að vera ekki hlutdrægur sem kynnir. En þessi kynnavinna þýðir það að hann getur ekki slakað á og fagnað úti í sal - fari svo að hann vinni. Eða ekki. Ragnhildur Steinunn er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að kvöldið verður Péturs. "Já, svo gæti hann fengið verðlaun sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Þetta gæti heldur betur orðið kvöldið hans Péturs. Reyndar er það svo að þar sem hann mætir þá og þar er kvöldið hans. Pétur Jóhann fer ekki fram hjá manni þar sem hann er," segir Ragnhildur Steinunn. Kvöldið leggst vel í hana en hún dregur ekki á það dul, þegar forverar hennar í Eddukynningum eru þuldir upp. "Þá fær maður nettan sting í magann. Hvort maður eigi heima þarna? En þetta er sannkallaður heiður að fá að kynna Edduna. Og að vinna með Pétri er alveg frábært. Það hefur gengið mjög vel. Mér lýst vel á þetta þar til annað kemur í ljós." Að sögn Ragnhildar Steinunnar ætla þau kynnaparið ekki að skrifa brandarana. Enda komi það ævinlega hallærislega út. Þau búa að hvatvísum Pétri auk þess sem þau hafa hist og látið reyna á stemmninguna sín á milli. "Já, og skrifað niður einhverja punkta. Annars erum við ekki aðalatriði kvöldsins heldur bara ða kynna hvað er næst á dagskrá. Gerum það af látleysi og vonandi skemmtilega." Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
"Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. Í kvöld verða Edduverðlaunin afhent í 8. skipti með pompi og prakt. Galadress og kjólföt. Sem aðalkynnar feta þau Ragnhildur Steinunn og Pétur í fótspor helstu og glæsilegustu sjónvarpsstjarna, leikara og skemmtikrafta landsins. Aðalkynnar hafa verið frá upphafi þessir: Aðalkynnar: Þorfinnur Ómarsson, Steinunn Ólína og Jón Ársæll, svo Valgeir Guðjónsson og Edda Heiðrún Bachmann, þá Logi Bergmann og Valgerður Matthíasdóttir, Kristján Kristjánsson og Helga Braga, Eva María og Sveppi og nú allra síðast var Þorsteinn Guðmundsson. Sé litið á þennan fína hóp má sjá skýrar línur. Glæsileikinn í fyrirrúmi og kryddað með fíflalátum. Reyndar var Pétur Jóhann ekkert búinn að leggja neinar línur þegar Fréttablaðið náði af honum tali. "Við flippum eitthvað." Hann er reyndar í sérkennilegri stöðu því Pétur Jóhann er tilnefndur í tveimur flokkum sjálfur. Í "Leikið sjónvarpsefni" fyrir Stelpurnar og í "Skemmtiþætti ársins" fyrir Strákana. Hann segist þó ætla að gæta þess að vera ekki hlutdrægur sem kynnir. En þessi kynnavinna þýðir það að hann getur ekki slakað á og fagnað úti í sal - fari svo að hann vinni. Eða ekki. Ragnhildur Steinunn er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að kvöldið verður Péturs. "Já, svo gæti hann fengið verðlaun sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Þetta gæti heldur betur orðið kvöldið hans Péturs. Reyndar er það svo að þar sem hann mætir þá og þar er kvöldið hans. Pétur Jóhann fer ekki fram hjá manni þar sem hann er," segir Ragnhildur Steinunn. Kvöldið leggst vel í hana en hún dregur ekki á það dul, þegar forverar hennar í Eddukynningum eru þuldir upp. "Þá fær maður nettan sting í magann. Hvort maður eigi heima þarna? En þetta er sannkallaður heiður að fá að kynna Edduna. Og að vinna með Pétri er alveg frábært. Það hefur gengið mjög vel. Mér lýst vel á þetta þar til annað kemur í ljós." Að sögn Ragnhildar Steinunnar ætla þau kynnaparið ekki að skrifa brandarana. Enda komi það ævinlega hallærislega út. Þau búa að hvatvísum Pétri auk þess sem þau hafa hist og látið reyna á stemmninguna sín á milli. "Já, og skrifað niður einhverja punkta. Annars erum við ekki aðalatriði kvöldsins heldur bara ða kynna hvað er næst á dagskrá. Gerum það af látleysi og vonandi skemmtilega."
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira