Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu 17. nóvember 2006 09:30 Shola Ameobi NordicPhotos/GettyImages Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira