Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára 16. nóvember 2006 00:01 fréttablaðið/scanpix Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjá meira
Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjá meira