Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára 16. nóvember 2006 00:01 fréttablaðið/scanpix Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn