Skúli Helgason: Hreinsum til 15. nóvember 2006 05:00 Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun