Ástlaust hjónaband 15. nóvember 2006 06:00 Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun