Áfram heldur hlutur Íslendinga í Finnair Oy að aukast en FL Group jók hlut sinn um rúmt prósentustig á þriðja ársfjórðungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár.
Straumur-Burðarás átti á sama tíma 11,1 prósents hlut í Finnair. Samanlagt verðmæti Finnair-bréfa í eigu FL og Straums nam ríflega 26 milljörðum króna.
Þar með er eignarhlutur þriggja stærstu eigendanna í Finnair tæp áttatíu prósent en finnska ríkið er stærsti hluthafinn með yfir 55 prósent hlutafjár.