Orrustan um Alsír sýnd 14. nóvember 2006 13:30 Gillo Pontecorvo Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta.
Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira