Heiðraður af Dönum 14. nóvember 2006 10:30 Enn ein rósin Dagur Kári hlýtur hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun 22. nóvember næstkomandi. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin." Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin."
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira