Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóðinni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýningar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loksins bæst við.
Í dag hefst einnig forsala á heimsfrumsýningu á einni stærstu mynd ársins, Casino Royale, sem kemur í bíó föstudaginn 17. nóvember um land allt. Í Casino Royale er Daniel Craig í hlutverki James Bond og mega gagnrýnendur vart vatni halda yfir frammistöðu Craigs.