Ísland í sviðljósinu hjá MTV 7. nóvember 2006 09:30 Eli Roth er mikill Íslandsvinur og hefur í hyggju að eignast hér húsnæði. Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum. Íslandsvinir Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum.
Íslandsvinir Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist