Dagur Group og Árdegi hafa sameinast undir merkjum síðarnefnda félagsins.
Heildarvelta verslunarfyrirtækisins, sem rekur fimmtán verslanir á sviði raftækja, tölvuvara og fatnaðar, er áætluð fimm milljarðar króna á þessu ári.
Meðal þekktra verslana má nefna BT, Next og Skífuna. Þá er Árdegi meðal fjárfesta í dönsku raftækjakeðjunni Merlin.
Árdegi er í eigu Sverris Bergs Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur.