Mýrin rakar inn peningum í miðasölu 31. október 2006 06:00 Baltasar Kormákur á ekki orð yfir því hversu vel Íslendingar hafa tekið Mýrinni. Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum. Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum.
Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira