Af hverju konur fá enn greidd lægri laun en karlar 26. október 2006 05:00 Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar