Samskipti barna og foreldra 26. október 2006 05:00 Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun