Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti 25. október 2006 00:01 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira