Kynnti Brim sem næsta verk 22. október 2006 11:00 Jón Atli Aðstoðaði Árna Ólaf við gerð handritsins við kvikmyndina Blóðbönd sem verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í dag. Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur. Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur.
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira