Leikhúsmenn í útrás 21. október 2006 15:30 Þorleifur Örn Arnarsson vakti nokkra athygli í finnsku pressunni fyrir leikstjórn sína á Clockworks. Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Að sögn Þorleifs var leitað til hans af hálfu hópsins og vann hann leikgerðina sem „hiklaust“ byggir á Clockwork Orange eftir Burgess þótt ekki hafi fengist til þess leyfi. Frumsýning var þann 6. október í leikhúsi hópsins í gamalli vatnsverksmiðju en í sal sem tekur 1580 gesti í sæti. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og verður hún á fjölunum fram í desember. Aðrir íslenskir leikhúsmenn eru enn að í finnskum leikhúsum: sviðsetning Gunnars Helgasonar á Hellisbúanum gengur enn í Sænska leikhúsinu í Helsinki og verk konu hans, Bjarkar Jakobsdóttur, er enn verið að sýna í leikstjórn hennar. Þessar sýningar hafa gengið í nokkur misseri: Hellisbúinn á þriðja ár og Sellófan er á öðru ári. Sigurður Karlsson leikari hefur haft aðsetur í Finnlandi í nokkur ár. Hann hefur leikið nokkuð, var meðal annars í sviðsetningu Borgars Garðarssonar á Þið munið hann Jörund á liðnu sumri í sumarleikhúsi en sú hefð er gömul í Finnlandi að leika undir berum himni sumarlangt. Söngleikur Jónasar Árnasonar um Jörund var einmitt verkið sem dró Borgar til Svíþjóðar fyrir þremur áratugum svo honum er leikritið kunnugt. Hann lék líka í frumuppfærslu verksins hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. Sigurður kvaðst í samtali við Fréttablaðið sinna leik í hjáverkum. Í sumar hafi hann munað að þau voru orðin fjörutíu árin sem hann hafði leikið: „ Þá var komið nóg.“ Hann sagðist einkum einbeita sér að þýðingum þessi misserin. Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Að sögn Þorleifs var leitað til hans af hálfu hópsins og vann hann leikgerðina sem „hiklaust“ byggir á Clockwork Orange eftir Burgess þótt ekki hafi fengist til þess leyfi. Frumsýning var þann 6. október í leikhúsi hópsins í gamalli vatnsverksmiðju en í sal sem tekur 1580 gesti í sæti. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og verður hún á fjölunum fram í desember. Aðrir íslenskir leikhúsmenn eru enn að í finnskum leikhúsum: sviðsetning Gunnars Helgasonar á Hellisbúanum gengur enn í Sænska leikhúsinu í Helsinki og verk konu hans, Bjarkar Jakobsdóttur, er enn verið að sýna í leikstjórn hennar. Þessar sýningar hafa gengið í nokkur misseri: Hellisbúinn á þriðja ár og Sellófan er á öðru ári. Sigurður Karlsson leikari hefur haft aðsetur í Finnlandi í nokkur ár. Hann hefur leikið nokkuð, var meðal annars í sviðsetningu Borgars Garðarssonar á Þið munið hann Jörund á liðnu sumri í sumarleikhúsi en sú hefð er gömul í Finnlandi að leika undir berum himni sumarlangt. Söngleikur Jónasar Árnasonar um Jörund var einmitt verkið sem dró Borgar til Svíþjóðar fyrir þremur áratugum svo honum er leikritið kunnugt. Hann lék líka í frumuppfærslu verksins hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. Sigurður kvaðst í samtali við Fréttablaðið sinna leik í hjáverkum. Í sumar hafi hann munað að þau voru orðin fjörutíu árin sem hann hafði leikið: „ Þá var komið nóg.“ Hann sagðist einkum einbeita sér að þýðingum þessi misserin.
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira