Kærði og var sagt upp 20. október 2006 06:45 Markús Kristjánsson Starfaði sem hliðvörður hjá Alcan í 32 ár áður en honum var sagt upp störfum í fyrravor. Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira