Kærði og var sagt upp 20. október 2006 06:45 Markús Kristjánsson Starfaði sem hliðvörður hjá Alcan í 32 ár áður en honum var sagt upp störfum í fyrravor. Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira