Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína 19. október 2006 07:00 Sjómenn að störfum Breyting á kjarasamningi sjómanna 2001 til 2002 gerði það að verkum að skráning og mat vinnuslysa varð með öðrum hætti en áður hafði verið. Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira