Næststærsta dýr jarðarinnar 19. október 2006 01:00 Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira