Næststærsta dýr jarðarinnar 19. október 2006 01:00 Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira